Örugglega stoltasti kærastinn

Sigurður Ingi Bergsson.
Sigurður Ingi Bergsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Ingi Bergs­son, kær­asti Svein­dís­ar Jane Jóns­dótt­ur seg­ist ör­ugg­lega vera stolt­asti kærast­inn þessa dag­anna. 

„Hún stóð sig ótrú­lega vel og leiðin­legt hvernig fór. Hún var ekk­ert rosa­lega glöð eft­ir leik­inn,“ seg­ir Sig­urður Ingi um frammistöðu Svein­dís­ar. 

Svein­dís Jane hef­ur átti stór­kost­lega inn­komu á mótið og var út­nefnd maður leiks­ins í leik Íslands og Belg­íu á sunnu­dag­inn. Þá hef­ur hún verið mikið til um­fjöll­un­ar, bæði í inn­lend­um og er­lend­um fréttamiðlum vegna frammistöðu sinn­ar.

Mun­ar um aðdá­enda­svæðið

Stemmn­ing­in á aðdá­enda­svæðinu í dag hef­ur verið ótrú­leg og meiri mæt­ing en fyr­ir síðasta leik. Marg­ir Íslend­ing­ar flugu til Manchester skömmu fyr­ir síðasta leik og náðu því ekki að mæta á aðdá­enda­svæðið. Sig­urður Ingi var einn af þeim og seg­ir mik­inn mun að ná aðdá­enda­svæðinu í fullu fjöri. 

Ell­efu manna fylgd­arlið er með fjöl­skyldu Svein­dís­ar og bæt­ir í fyr­ir næsta leik. Sig­urður Ingi, fjöl­skylda og tengda­fjöl­skylda Svein­dís­ar skelltu sér einnig á leik Svíþjóðar gegn Sviss í gær. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin