Reynir að hafa áhrif á tengdapabba

Leó Snær Pétursson, Sylvía Líf Leósdóttir, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir og …
Leó Snær Pétursson, Sylvía Líf Leósdóttir, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir og Díana Sigríður Þorsteinsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Stemn­ing­in er virki­lega góð en stressið er aðeins byrjað að læðast að manni,“ sagði Val­gerður Ýr Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þor­steins Hall­dórs­son­ar landsliðsþjálf­ara Íslands, í sam­tali við mbl.is á Fanzo­ne stuðnings­manna ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu í Picca­dilly Gardens í Manchester í dag.

Val­gerður er stödd á Englandi ásamt unn­usta sín­um, Leó Snæ Pét­urs­syni, dótt­ur þeirra Sylvíu Líf Leós­dótt­ur og öðrum meðlim­um úr stór­fjöl­skyldu Þor­steins.

Bæði Val­gerður og Leó Snær eru mikið hand­bolta­fólk en Val­gerður er samn­ings­bund­in HK í efstu deild og Leó Snær spil­ar með Stjörn­unni í efstu deild.

„Það er miklu erfiðara að sitja upp í stúku, frek­ar en að spila leik­inn. Þetta er bara allt annað dæmi. Ég er alltaf að reyna hafa ein­hver áhrif á hann en það geng­ur ekki neitt,“ sagði Leó Snær í létt­um tón.

Þorsteinn Halldórsson heilsar barnabarni sínu Sylvíu Líf Leósdóttur eftir leikinn …
Þor­steinn Hall­dórs­son heils­ar barna­barni sínu Sylvíu Líf Leós­dótt­ur eft­ir leik­inn gegn Belg­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Með stjörn­ur í aug­un­um

Það hef­ur verið mikið að gera hjá Þor­steini síðan hann mætti með ís­lenska liðinu til Eng­lands á miðviku­dag­inn í síðustu viku en hann fékk að eyða tíma með fjöl­skyldu sinni á þriðju­dag­inn.

„Hann kom að hitta okk­ur í fyrra­dag en hann var eig­in­lega ekki á staðnum. Haus­inn á hon­um var á allt öðrum stað en það var gott að hitta á hann og fá að eyða smá tíma með hon­um.

Stelp­an dró hann beint úr á róló og von­andi náði hún aðeins að dreifa hug­an­um hjá hon­um en þau eru ótrú­lega góð sam­an. Ann­ars erum við ótrú­lega stolt af hon­um og með stjörn­ur í aug­un­um, bæði yfir hon­um og öllu liðinu auðvitað,“ bætti Val­gerður við.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin