Enn er sigurinn sæti gegn Hollendingum á Evrópumótinu í Svíþjóð árið 2013 eini sigur Íslands í ellefu leikjum í lokakeppni Evrópumóts kvenna.
Níu ár eru liðin frá þeim leik en þær sem sáu um sigurmarkið snyrtilega á þeim eftirminnilega degi eru enn í lykilhlutverkum í íslenska landsliðinu.
Hallbera Guðný Gísladóttir átti eina af sínum mögnuðu fyrirgjöfum frá vinstri kantinum og Dagný Brynjarsdóttir var einu sinni sem oftar á réttum stað í vítateignum og skoraði með óverjandi skalla.
Formúlan var svipuð þegar Ísland komst yfir gegn Belgíu í fyrsta leiknum á EM á Englandi á sunnudaginn. Fyrirgjöf Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og skallamark frá Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur.
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag