„Þá mætum við Íslendingar“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur í Fanzone í …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur í Fanzone í Manchester í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég varð hrærður og meyr þegar ég mætti á svæðið,“ sagði Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, í sam­tali við mbl.is á aðdá­enda­svæði stuðnings­manna ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu í Picca­dilly Gardens í Manchester í dag.

Ísland mæt­ir Ítal­íu í öðrum leik sín­um í D-riðli Evr­ópu­móts­ins á aka­demíu­velli Manchester City klukk­an 17 að staðar­tíma, eða klukk­an 16 að ís­lensk­um tíma.

Bæði lið þurfa nauðsyn­lega á sigri að halda til þess að auka mögu­leika sína á sæti í 8-liða úr­slit­um keppn­inn­ar.

„Við erum öll í sama liði og þó það sé meiri áhuga á karlaknatt­spyrnu en kvennaknatt­spyrnu heima á Íslandi, alla jafna, þá skipt­ir það okk­ur Íslend­inga engu máli þegar kem­ur að landsliðunum okk­ar því þá eru all­ir til­bún­ir að mæta og styðja.

Það er líka þannig að þegar að við Íslend­ing­ar eig­um landslið á stór­móti, þá mæt­um við Íslend­ing­ar. Ég held að við séum vel á þriðja þúsund hérna en ég sé ekki marga frá Ítal­íu,“ sagði Guðni.

Það var frábær stemning á leik Íslands og Belgíu á …
Það var frá­bær stemn­ing á leik Íslands og Belg­íu á sunnu­dag­inn. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Geta farið alla leið

Guðni kom til Eng­lands í gær og hitti meðal ann­ars leik­menn og starfslið ís­lenska liðsins á liðshót­eli þeirra í Crewe í há­deg­inu í gær.

„Það var ótrú­lega gam­an að hitta stelp­urn­ar og mik­ill heiður fyr­ir mig per­sónu­lega. Það var gríðarlega mik­il fag­mennska í kring­um liðið og metnaður. Spennu­stigið var hár­rétt stillt og það voru all­ir staðráðnir í að vinna ít­alska liðið.

Á sama tíma var létt yfir öll­um og fólk tók hlut­un­um ekki og al­var­lega. Það var virki­lega gam­an að sjá hversu ólík­ar þær eru en á sama tíma eru þær stór­kost­legt lið og all­ar til­bún­ar að róa í sömu átt til þess að ná ár­angri.

Ég held að það sé eng­in spurn­ing að við séum með lið sem get­ur farið alla leið í þessu móti í ár,“ bætti Guðni við í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin