Það er allt hægt í fótbolta

Guðrún Arnardóttir skallar frá marki íslenska liðsins í dag.
Guðrún Arnardóttir skallar frá marki íslenska liðsins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var virki­lega súrt,“ sagði Guðrún Arn­ar­dótt­ir, leikmaður ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, í sam­tali við mbl.is eft­ir 1:1-jafn­tefli gegn Ítal­íu í D-riðli Evr­ópu­móts­ins á aka­demíu­velli Manchester City í Manchester í kvöld.

„Ítal­arn­ir þrýstu vel á okk­ur en við ætluðum okk­ur sig­ur hérna í dag og þess vegna er maður ekk­ert sér­stak­lega sátt­ur á þess­ari stundu. Það var gott að kom­ast yfir svona snemma og við gát­um þar af leiðandi tekið okk­ar góðan tíma í all­ar okk­ar aðgerðir.

Við náðum líka að pirra þær en okk­ur gekk hins veg­ar illa að halda í bolt­ann. Við vor­um að koma bolt­an­um of­ar­lega á völl­inn en okk­ur gekk illa að halda hon­um þar og þess vegna vor­um við aldrei með stjórn á leikn­um,“ sagði Guðrún

Ísland þarf sig­ur í loka­leik sín­um gegn Frakklandi til þess að kom­ast áfram í 8-liða úr­slit­in.

„Frakk­arn­ir eru með gott lið og þeir eiga að vera besta liðið í riðlin­um. Þetta er samt bara fót­bolti og það er allt hægt í fót­bolta. Við mun­um mæta inn í þenn­an Frakka­leik af mikl­um krafti því við ætl­um okk­ur áfram í 8-liða úr­slit­in,“ bætti Guðrún við.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin
Loka