Við verðum að læra af mistökunum

Milena Bertolini var ekki ánægð með frammistöðu sinna kvenna gegn …
Milena Bertolini var ekki ánægð með frammistöðu sinna kvenna gegn Frökkum. AFP/Franck Fife

Ísland mæt­ir Ítal­íu á Evr­ópu­móti kvenna í knatt­spyrnu í dag. Ef ít­alska liðið tap­ar leikn­um á það enga mögu­leika á að kom­ast upp úr riðlin­um en hvort sem ís­lenska liðið tap­ar eða sigr­ar á það mögu­leika á að kom­ast áfram.

Ítal­ía mætti Frakklandi í fyrsta leik liðsins og tapaði leikn­um stórt en hann fór 5:1 fyr­ir Frakka. Frakk­land er sterkt lið sem flest­ir spáðu upp úr D-riðlin­um sem Ísland er í ásamt Ítal­íu, Belg­íu og Frakklandi. Ísland gerði 1:1 jafn­tefli gegn Belg­íu. Leik­ur Íslands og Ítal­íu verður spilaður á aka­demíu­velli Manchester City líkt og fyrsti leik­ur Íslands.

„Við viss­um að sig­ur eða jafn­vel jafn­tefli við Frakk­land væri erfitt svo ein­beit­ing­in er á næstu tveim leikj­um. Við svöruðum Frökk­un­um mun bet­ur í seinni hálfleik. Við þurf­um að skilja hvað fór úr­skeiðis, læra af mis­tök­un­um, leggja hart af okk­ur og horfa fram á veg­inn, næstu tveir leik­ir skipta sköp­um,“ seg­ir Milena Bertol­ini, þjálf­ari ít­alska liðsins í sam­tali við blaðamann UEFA. Ef þær tapa þess­um leik á Ítal­ía á enga mögu­leika á að koma sér upp sama hver niðurstaðan væri í síðasta leik þeirra.

Ísland og Ítal­ía hafa ekki mæst í móts­leik síðan í undan­keppni HM árið 2003 en liðin spiluðu tvo vináttu­lands­leiki á síðasta ári. Þetta voru tveir leik­ir á fjór­um dög­um og voru niður­stöður leikj­anna 1:0 fyr­ir Ítal­íu í fyrri leikn­um og 1:1 í þeim seinni.

Í fyrri leik liðanna árið 2021 skoraði  Ari­anna Caru­so sig­ur­markið. Hún er í ít­alska hópn­um og byrjaði inn á gegn Frakklandi. Valent­ina Giac­inti er einnig í ít­alska hópn­um en hún skoraði mark Ítal­íu í seinni leikn­um. Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir skoraði jöfn­un­ar­mark Íslands á 40. mín­útu.

Ari­anna Caru­so sem skoraði annað mark Ítal­íu gegn Íslandi hef­ur skorað þrjú mörk í síðustu sex leikj­um henn­ar í undan­keppni EM. Caru­so er 22 ára miðjumaður og spil­ar með Ju­vent­us og á yfir 100 leiki fyr­ir fé­lagið en fyr­irliði Íslands, Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, var að skrifa und­ir þar á dög­un­um. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin