Voru allir með okkur í liði

Agla María Albertsdóttir sækir að Ítölum í dag.
Agla María Albertsdóttir sækir að Ítölum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var ógeðslega svekkj­andi,“ sagði Agla María Al­berts­dótt­ir, leikmaður ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, í sam­tali við mbl.is eft­ir 1:1-jafn­tefli gegn Ítal­íu í D-riðli Evr­ópu­móts­ins á aka­demíu­velli Manchester City í Manchester í kvöld.

„Við feng­um tvö frá­bær færi til þess að skora sem ger­ir þetta mjög súrt. Við feng­um mjög gott færi um miðjan seinni hálfleik­inn sem fer for­görðum og svo skora þær strax í næstu sókn sem var erfitt að kyngja.

Það var aðeins þungt yfir okk­ur inn í klefa eft­ir leik en þetta er ennþá gal­opið og við reyn­um að hanga á því. Ítal­irn­ir eru með hörkulið og allt það en ef við hefðum nýtt okk­ur fær­in þá hefði leik­ur­inn getað spil­ast allt öðru­vísi,“ sagði Agla María.

Agla María kom inn á sem varamaður á 57. mín­útu og átti góða inn­komu.

„Þegar Karólína kom okk­ur yfir þá var allt að vinna með okk­ur og stemn­ing­in var stór­kost­leg í stúk­unni. Við fund­um vel fyr­ir því að það voru all­ir með okk­ur í liði. Núna þurf­um við bara að vinna Frakk­ana en það verður hörku­leik­ur enda eru þær með eitt besta lið í heimi,“ bætti Agla María við í sam­tali við mbl.is.

Leikmenn íslenska liðsins voru svekktir í leikslok.
Leik­menn ís­lenska liðsins voru svekkt­ir í leiks­lok. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin
Loka