Áfall fyrir franska liðið

Hlúð að Marie-Antoinette Katoto á vellinum í Rotherham í gærkvöld.
Hlúð að Marie-Antoinette Katoto á vellinum í Rotherham í gærkvöld. AFP/Franck Fife

Marie-Antoinette Katoto, einn skæðasti sókn­ar­maður franska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, leik­ur ekki meira með liðinu á EM og miss­ir því af leikn­um gegn Íslandi á mánu­dag­inn.

Katoto fór meidd af velli snemma leiks í leikn­um við Belga í Rot­her­ham í gær­kvöld og í dag var skýrt frá því að um hné­meiðsli væri að ræða og hún yrði ekki meira með á mót­inu.

Katoto er mik­ill marka­skor­ari og skoraði 26 mörk í fyrstu 32 lands­leikj­um sín­um fyr­ir Frakk­land og hef­ur skorað 108 mörk í 113 leikj­um með Par­ís SG í frönsku 1. deild­inni á und­an­förn­um sjö árum.

Hún skoraði 32 mörk fyr­ir Par­ís­arliðið á síðasta tíma­bili, sjö þeirra í Meist­ara­deild Evr­ópu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin
Loka