Austurríki henti Noregi úr keppni

Nicole Billa fagnar marki sínu.
Nicole Billa fagnar marki sínu. AFP

Aust­ur­ríki er komið áfram í 8-liða úr­slit­in á Evr­ópu­móti kvenna í knatt­spyrnu eft­ir 1:0 sig­ur á Nor­egi í Bright­on í kvöld.

Fyr­ir leik­inn voru bæði lönd með 3 stig eft­ir tvo leiki af þrem­ur, en Aust­ur­ríki var ofar á marka­tölu. Nor­eg­ur þurfti því sig­ur til þess að kom­ast áfram. 

Mark leiks­ins kom á 37. mín­útu. Þá vippaði Verena Hans­haw bolt­an­um beint á koll­inn á Nicole Billa sem skallaði hann glæsi­lega í netið, 1:0 og þær aust­ur­rísku komn­ar í væn­lega stöðu. 

Aust­ur­ríki var betri aðil­inn í leikn­um og fer því verðskuldað í 8 liða úr­slit­in ásamt Englandi. Þar leik­ur Aust­ur­ríki við Þýska­land en Eng­land mæt­ir annaðhvort Spáni eða Dan­mörku.

Eng­lend­ing­ar unnu 5:0 sig­ur á Norður-Írlandi í hinum leik kvölds­ins í Sout­hampt­on. Frank Kir­by kom þeim ensku yfir á 41. mín­útu. Beth Mead skoraði svo annað mark Eng­lands á loka­mín­útu fyrri hálfleiks­ins. Al­essia Rus­so kom liðinu svo bæði í 3 og 4:0 á 48. og 53. mín­útu. Kelsie Burrows varð fyr­ir því óláni að setja bolt­ann í sitt eigið net á 76. mín­útu, 5:0. Fleiri urður mörk­in ekki og 5:0 sig­ur Eng­lend­inga ljós. 

Lokastaða riðils­ins:

Eng­land - 9 stig 

Aust­ur­ríki - 6 stig 

Nor­eg­ur - 3 stig

Norður-Írland - 0 stig

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin
Loka