Þjálfari Englands með kórónuveiruna

Sarina Wiegman, hefur þjálfað enska liðið síðan í september 2021.
Sarina Wiegman, hefur þjálfað enska liðið síðan í september 2021. AFP/Damien Meyer

Sar­ina Wiegman, þjálf­ari enska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu var að grein­ast með covid-19 og miss­ir af loka­leik liðsins í riðlakeppni. Eng­land á leik í kvöld gegn Norður-Írlandi en aðstoðarþjálf­ari liðsins Ar­jan Veur­ink mun stýra hon­um.

Sar­ina Wiegman greind­ist með kór­ónu­veiruna í dag en Wiegman verður áfram í sam­bandi við leik­menn og tækni­fólk í gegn­g­um netið. Eng­ar regl­ur eru á hversu lengi ein­ang­un stend­ur yfir svo það verður fylgst með henni reglu­lega með það fyr­ir aug­um að snúa aft­ur til allra þátta hlut­verks henn­ar eins fljótt og auðið er, eins og kom fram í yf­ir­lýs­ingu enska landsliðsins.

Enska liðið er búið að tryggja sig upp úr riðlin­um en það gerði það með 1:0 sigri á Aust­ur­ríki í fyrsta leik móts­ins á Old Trafford og með stór­sigri á Nor­egi 8:0. 

Enska landsliðið hef­ur aldrei tapað leik und­ir stjórn Sar­ina Wiegman.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin
Loka