Sarina Wiegman, þjálfari enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu var að greinast með covid-19 og missir af lokaleik liðsins í riðlakeppni. England á leik í kvöld gegn Norður-Írlandi en aðstoðarþjálfari liðsins Arjan Veurink mun stýra honum.
Sarina Wiegman greindist með kórónuveiruna í dag en Wiegman verður áfram í sambandi við leikmenn og tæknifólk í gegngum netið. Engar reglur eru á hversu lengi einangun stendur yfir svo það verður fylgst með henni reglulega með það fyrir augum að snúa aftur til allra þátta hlutverks hennar eins fljótt og auðið er, eins og kom fram í yfirlýsingu enska landsliðsins.
Enska liðið er búið að tryggja sig upp úr riðlinum en það gerði það með 1:0 sigri á Austurríki í fyrsta leik mótsins á Old Trafford og með stórsigri á Noregi 8:0.
Enska landsliðið hefur aldrei tapað leik undir stjórn Sarina Wiegman.