Úrslitaleikur um B-riðil

Úr 0:2 tapi Spánar gegn Þýskalandi
Úr 0:2 tapi Spánar gegn Þýskalandi AFP/Adrian Dennis

Tveir leik­ir eru á dag­skrá á Evr­ópu­móti kvenna í knatt­spyrnu í B-riðli í dag. Ann­ars veg­ar mæt­ast Dan­mörk og Spánn í úr­slita­ein­vígi um hvort liðið fer upp úr riðlin­um og hins veg­ar Þýska­land og Finn­land. Þýska­land hef­ur nú þegar tryggt sig áfram en Finn­land á enga mögu­leika á því.

Þýska­land tryggði sig upp úr riðlin­um með 2:0 sigri á Spáni og 4:0 sigri á Dan­mörku. Bæði Spánn og Dan­mörk unnu svo Finn­land sem þýðir að liðin tvö sem mæt­ast á eft­ir standa jöfn að stig­um fyr­ir leik­inn.

Spánn er hins veg­ar með betri marka­tölu svo ef leik­ur­inn end­ar jafn fer Spánn áfram. Spánn er einnig talið lík­legri að vinna leik­inn en þjálf­ari Dana, Lars Sönd­erga­ard, sagði að „við mynd­um gefa hægri og vinstri hand­legg­inn fyr­ir sig­ur.“

Spánn er með sterkt lið en missti einn besta leik­mann liðsins, Al­ex­iu Pu­tellas, rétt fyr­ir mót og verður hún frá út árið en hún sleit kross­band í hné.

Liðið sem end­ar í öðru sæti B-riðils mun mæta Englandi í 8-liða úr­slit­um en þær hafa verið gríðarlega öfl­ug­ar á mót­inu og unnu meðal ann­ars 8:0 sig­ur á Nor­egi.

Leik­irn­ir hefjast báðir klukk­an 19.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin