Rauð viðvörun á leikdegi Íslands

Leikmenn íslenska liðsins fagna marki Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur gegn Ítalíu.
Leikmenn íslenska liðsins fagna marki Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur gegn Ítalíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland mætir Frakklandi í lokaleik sínum í D-riðli Evrópumóts kvenna í knattspyrnu á morgun í Rotherham en spáð er allt að 40 stiga hita á Bretlandseyjum næstu daga.

Bresk stjórnvöld hafa gefið út rauða viðvörun vegna hitabylgjunnar en sérfræðingar í landinu búast við því að hitamet geti fallið.

Mest hefur hitinn farið í 39° stig á Bretlandseyjum síðan mælingar hófust og því viðbúið að aðstæður á Englandi verði einstaklega erfiðar fyrir knattspyrnuiðkun.

Í Rotherham er talið að hitinn nái mest 33° gráðum en mestum hita er spáð á suðurströnd Englands.

Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 20 að staðartíma en þá á hitinn að vera í kringum 30° gráður í Rotherham. Því er einnig spáð að sólin muni skína skært á leikdegi.

Íslenska liðið þarf sigur til þess að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar en jafntefli gæti einnig dugað, gegn því að Ítalía og Belgía geri jafntefli í sínum leik í Manchester á sama tíma.

Tap með minnsta mun gegn Frakklandi gæti einnig dugað til þess að komast áfram en þó aftur gegn því að Ítalía og Belgía geri jafntefli.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin