Þið elskið að spyrja út í þetta

Glódís Perla Viggósdóttir var gerð að varafyrirliða íslenska liðsins fyrir …
Glódís Perla Viggósdóttir var gerð að varafyrirliða íslenska liðsins fyrir lokakeppni EM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þið elskið að spyrja út í þetta,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, á blaðamannafundi íslenska liðsins á New York-vellinum í Rotherham í dag.

Glódís Perla, sem er 27 ára gömul, var gerð að varafyrirliða íslenska liðsins fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem hófst hinn 6. júlí. 

Glódís Perla á að baki 104 A-landsleiki fyrir Ísland en liðið mætir Frakklandi í úrslitaleik um laust sæti í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í Rotherham á morgun.

„Það pælir enginn jafn mikið í þessu eins og þið,“ sagði Glódís Perla í léttum tón þegar hún var spurð að því hvernig tilfinningin væri að vera orðin varafyrirliði liðsins.

„Þetta er auðvitað fyrst og fremst mikill heiður en þetta er ekki eitthvað sem við erum að hugsa neitt sérstaklega um. 

Það eru margir leiðtogar í þessum hóp og aðalatriðið er því ekki hver sé með fyrirliðabandið,“ sagði Glódís meðal annars.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin