Allt undir gegn Frökkum

Íslenska landsliðið á æfingu í Rotherham í gær.
Íslenska landsliðið á æfingu í Rotherham í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Örlög Íslands í loka­keppni Evr­ópu­móts kvenna í knatt­spyrnu ráðast í kvöld þegar liðið mæt­ir Frakklandi í loka­leik sín­um í D-riðli keppn­inn­ar á New York-vell­in­um í Rot­her­ham.

Þrátt fyr­ir tvö jafn­tefli í fyrstu tveim­ur leikj­un­um gegn Belg­íu og Ítal­íu er Ísland í öðru sæti riðils­ins með 2 stig en Frakk­ar eru í efsta sæt­inu með 6 stig og hafa fyr­ir leik kvölds­ins tryggt sér efsta sæti riðils­ins.

Belg­ía og Ítal­ía koma svo þar á eft­ir með eitt stig hvort en þau mæt­ast ein­mitt á aka­demíu­velli Manchester City í Manchester á sama tíma og leik­ur Íslands og Frakk­lands fer fram.

Íslenska liðið trygg­ir sér sæti í 8-liða úr­slit­um keppn­inn­ar með sigri en jafn­tefli gæti einnig dugað til þess að kom­ast áfram, gegn því að Ítal­ía og Belg­ía geri jafn­tefli í Manchester.

Þegar úr­slit riðils­ins eru reiknuð út er fyrst horft til stiga­fjölda, svo til marka­tölu og svo inn­byrðis marka­tölu. Ef allt er enn jafnt eft­ir það er horft á mörk skoruð og þaðan er horft á gul spjöld.

Ef Ítal­ía og Belg­ía gera marka­laust jafn­tefli fer Ísland áfram, óháð úr­slit­um gegn Frakklandi,

Grein­in í heild sinni er í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin
Loka