Örlög Íslands í lokakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu ráðast í kvöld þegar liðið mætir Frakklandi í lokaleik sínum í D-riðli keppninnar á New York-vellinum í Rotherham.
Þrátt fyrir tvö jafntefli í fyrstu tveimur leikjunum gegn Belgíu og Ítalíu er Ísland í öðru sæti riðilsins með 2 stig en Frakkar eru í efsta sætinu með 6 stig og hafa fyrir leik kvöldsins tryggt sér efsta sæti riðilsins.
Belgía og Ítalía koma svo þar á eftir með eitt stig hvort en þau mætast einmitt á akademíuvelli Manchester City í Manchester á sama tíma og leikur Íslands og Frakklands fer fram.
Íslenska liðið tryggir sér sæti í 8-liða úrslitum keppninnar með sigri en jafntefli gæti einnig dugað til þess að komast áfram, gegn því að Ítalía og Belgía geri jafntefli í Manchester.
Þegar úrslit riðilsins eru reiknuð út er fyrst horft til stigafjölda, svo til markatölu og svo innbyrðis markatölu. Ef allt er enn jafnt eftir það er horft á mörk skoruð og þaðan er horft á gul spjöld.
Ef Ítalía og Belgía gera markalaust jafntefli fer Ísland áfram, óháð úrslitum gegn Frakklandi,
Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag