Ég verð bara meyr

Sara Björk Gunnarsdóttir í leiknum í kvöld.
Sara Björk Gunnarsdóttir í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er ótrú­lega svekkj­andi en á sama tíma er maður ótrú­lega stolt­ur,“ sagði Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, fyr­irliði ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, í sam­tali við mbl.is eft­ir 1:1-jafn­tefli liðsins gegn Frakklandi í loka­leik sín­um í D-riðli Evr­ópu­móts­ins á New York-vell­in­um í Rot­her­ham í kvöld.

„Frammistaða liðsins var frá­bær, gegn al­gjör­lega geggjuðu liði, og leikplanið gekk al­gjör­lega upp ef svo má segja. Við hefðum al­veg getað tekið öll þrjú stig­in og það er ekki oft sem maður get­ur sagt það gegn liði eins og Frakklandi.

Síðasta stór­mót fór svo sann­ar­lega í reynslu­bank­ann en eftr það fór maður út úr mót­inu og hugsaði bara við átt­um ekk­ert skilið að fara upp úr riðlin­um. Núna er til­finn­ing­in allt öðru­vísi og þetta var ein­fald­lega bara stöng­in út ef svo má segja. Við get­um borið höfuð hátt eft­ir þessa frammistöðu hérna á Englandi,“ sagði Sara.

Íslend­ing­ar hafa fjöl­mennt til Eng­lands og stutt þétt við bakið á liðinu á Evr­ópu­mót­inu.

„Ég verð bara meyr þegar ég tala um þenn­an stuðning. Í hverj­um ein­asta leik var stúk­an blá. Það er ótrú­leg upp­lif­un að sjá fjöl­skyld­urn­ar okk­ar í stúk­unni og allt þetta fólk sem er ferðast að ferðast frá Íslandi til að koma að styðja okk­ur. Mér leið eins og ég væri á heima­velli allt mótið sem var al­gjör­lega magnað,“ bætti Sara Björk við.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin