Myndir: Íslendingar að bráðna í Rotherham

Íslenskir stuðningsmenn eru orðnir ansi fjölmennir í Rotherham á Englandi en þar mætast Ísland og Frakkland síðar í kvöld í lokaleik sínum í D-riðli Evrópumóts kvenna í knattspyrnu á New York-vellinum.

Þrátt fyrir mikinn hita í Rotherham í dag létu Íslendingar sig ekki vanta til þess að hita upp fyrir leikinn á stuðningsmannasvæði í miðbæ borgarinnar.

Plötusnúðurinn Dóra Júlía Agnarsdóttir sá um að hita mannskapinn upp, líkt og hún gerði gegn bæði Belgíu og Ítalíu, en í dag voru þær Sól­rún Mjöll Kjart­ans­dótt­ir og Guðlaug Sól­ey Hösk­ulds­dótt­ir með henni að trylla lýðinn.

Hitinn fór rétt yfir 37° stig þegar mest var en það aftraði ekki íslenskum stuðningsmönnum frá því að syngja og tralla á torginu.

Eggert Jóhannesson ljósmyndari Morgunblaðsins var á svæðinu og fangaði stemninguna í Rotherham.

Íslendingar létu hitablylgjuna á Englandi ekki stoppa sig í dag.
Íslendingar létu hitablylgjuna á Englandi ekki stoppa sig í dag. mbl.is/Eggert Jóhannsson
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin