Liðsfélagi út lífið

Hallbera Guðný Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir.
Hallbera Guðný Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fann­dís Friðriks­dótt­ir, leikmaður Vals og ís­lenska landsliðsins, skrifaði hjart­næma kveðju á In­sta­gram til Hall­beru Guðnýj­ar Gísla­dótt­ur sem spilaði sinn síðasta leik fyr­ir ís­lenska landsliðið í gær gegn Frakklandi á Evr­ópu­móti kvenna í knatt­spyrnu. 

Hall­bera til­kynnti á In­sta­gram í gær að leik­ur­inn væri henn­ar síðasti á ferl­in­um. 

Fann­dís og Hall­bera hafa verið her­berg­is­fé­lag­ar hjá ís­lenska landsliðinu í tíu ár en Fann­dís var ekki með á mót­inu þar sem hún hef­ur ekk­ert spilað í sum­ar vegna kross­bands­slita.

Fann­dís skrifaði:

„Liðsfé­lagi út lífið. Til ham­ingju elsku besta hjásvæfa mín til tíu ára. Þú ert ein­stök á svo marg­an hátt. TAKK FYR­IR MIG! Kveð þig með trega inn­an vall­ar en get ekki beðið eft­ir öll­um æv­in­týr­un­um okk­ar ut­an­vall­ar.“

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin