Ótrúlega pirrandi

Sveindís Jane í baráttunni í leiknum í gær.
Sveindís Jane í baráttunni í leiknum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við lögðum allt í þetta,“ sagði Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir, leikmaður ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, í sam­tali við mbl.is eft­ir 1:1-jafn­tefli liðsins gegn Frakklandi í loka­leik sín­um í D-riðli Evr­ópu­móts­ins á New York-vell­in­um í Rot­her­ham í gær.

„Það er búið að vera ótrú­lega gam­an að vera hérna og ég er þakk­lát fyr­ir spila­tím­ann og hafa fengið að byrja alla leik­ina. Þetta er búið að vera virki­lega skemmti­legt en á sama tíma er ótrú­lega pirr­andi að hafa ekki kom­ist áfram í 8-liða úr­slit­in.

Ég er hrika­lega stolt af liðinu, við fór­um tap­laus­ar í gegn­um riðlakeppn­ina og það er klár­lega nokkuð sem við tök­um með okk­ur inn í næsta stór­mót sem verður von­andi HM 2023. Þetta var stöng­in út hjá okk­ur á þessu móti, sem er auðvitað virki­lega svekkj­andi,“ sagði Svein­dís í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin