England valtaði yfir Svíþjóð

England er komið í úrslitaleik EM kvenna í knattspyrnu eftir 4:0 sigur á Svíþjóð í undanúrslitunum í kvöld. Búist var við spennandi leik og í fyrri hálfleik var hann það. Leikurinn fór fram á leikvangi Sheffield United fyrir framan rúmlega 28.000 manns.

Leikurinn var hnífjafn í fyrri hálfleik og Svíþjóð líklegri aðilinn til þess að skora og hefði átt að gera það á fyrstu 20 mínútum leiksins.  England tók síðan almennilega við sér og við tók hörkuleikur og mörg hættuleg færi á báða vegu í fyrri hálfleik.  

Fyrsta mark Englands og eina markið í fyrri hálfleik skoraði Beth Mead á 33. mínútu. Fyrirgjöf kom frá vinstri sem fer fram hjá öllum pakkanum en þá mætti hægri bakvörðurinn Lucy Bronze með aðra fyrirgjöf og hittir beint á Beth Mead. Hún tekur eina snertingu til að koma honum fyrir sig og neglir honum síðan í markið meðan boltinn er á lofti, 1:0.

Annað markið kemur á annarri mínútu seinni hálfleik og Lucy Bronze skoraði sjálf það mark með skalla í nærhornið eftir hornspyrnu, 2:0.

Það sló Svíþjóð aðeins út af laginu og ekki var sama orka í liðinu og í fyrri hálfleik. Þriðja mark Englands kom varamaðurinn Alexia Russo með á 67. mínútu, 10 mínútum eftir að hún kom inn á, 3:0.

Þetta er fjórða mark hennar og öll hefur hún skorað eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hún er sú fyrsta til að gera það og gerir það með glæsibrag. Hún fær boltann inn í teig, á skot sem Hedvig Lindahl ver en hún fær boltann aftur og klobbar Lindahl með hælnum í markið, stórkostlegt mark.

Eftir það átti Svíþjóð enga möguleika á að koma sér aftur inn í leikinn og átti engan kraft eftir þegar England skorar síðasta mark leiksins en þá var Fran Kirby á ferðinni. Lindahl hefði ásamt öllu sænska liðinu átt að gera betur þegar Kirby fær sendingu í gegn og á fast skot sem Lindahl nær báðum höndum á en boltinn fer samt inn.

England spilar því gegn annaðhvort Frakklandi eða Þýskalandi í úrslitaleiknum á Wembley á sunnudaginn.



England 4:0 Svíþjóð opna loka
90. mín. Chloe Kelly (England) á skot sem er varið Lætur vaða af löngu færi.
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin
Loka