„England er í fullkomnari stöðu til að landa bikarnum" og orðagrín um hæl er það helsta í enskum fjölmiðlum eftir stórkostlegan leik Englands í undanúrslitum EM kvenna í gærkvöld.
England og Svíþjóð mættust í leik sem var fyrir fram var haldið myndi vera hörkuleikur og fáir hefðu spáð um úrslitin sem urðu en England vann leikinn 4:0.
Mörk leiksins skoruðu Beth Mead, Lucy Bronze, Alessia Russo og Fran Kirby. Markið sem er á allra vörum er mark varamannsins Alessiu Russo en hún skoraði sitt fjórða mark á mótinu og hún hefur skorað þau öll eftir að hafa komið af bekknum. Þetta ótrúlega mark sem hún skoraði með hælnum, án þess að líta fyrir aftan sig og í gegnum klof Hedvig Lindahl í markinu má sjá hér fyrir neðan.
😱 @alessiarusso7, that is 𝙊𝙐𝙏𝙍𝘼𝙂𝙀𝙊𝙐𝙎 😮💨#WEUROVision #WEURO2022 @hisensesports pic.twitter.com/i0BMDsxoa9
— UEFA Women's EURO 2022 (@WEURO2022) July 26, 2022
Enskir fjölmiðlar hafa óspart notað hælinn sem orðagrín í fyrirsögnum eins og „All heel the queen Alessia Russo.." og "himnaríki og hæll" en Russo sagði sjálf um markið: „Ég var ekki ánægð að ég klúðraði stoðsendingunni frá Lauren Hemp svo ég hugsaði „ég verð að gera eitthvað í þessu“ og svo heppilega varð til að hann kom aftur til mín og ég hugsaði að þetta væri fljótasta leiðin í markið svo ég bara skaut og vonaði það besta,“ sagði Russo í viðtali við blaðamann UEFA eftir leikinn.
Næsti leikur Englands er gegn annaðhvort Frakklandi eða Þýskalandi í úrslitaleik EM á sunnudaginn.