Ég get ekki hætt að gráta

Fyrirliðinn Leah Williamson með Evrópubikarinn.
Fyrirliðinn Leah Williamson með Evrópubikarinn. AFP

„Ég bara get ekki hætt að gráta,“ sagði fyrirliði enska landsliðsins Leah Williamson eftir að hafa unnið Evrópumótið í fótbolta með 2:1 sigri á Þýskalandi í dag. 

„Við höfum talað og talað um að við ætlum að vinna en loks gerðum við það. Þetta snýst um það að gera þetta úti á vellinum. Þetta er stoltasta stund lífs míns þar til ég eingast börn, býst ég við.

Ég hef tekið hvert einasta ráð og ég mun taka hverja einustu sekúndu eins og ég vil til að rifja þessa tilfinningu upp. Ég á eftir að rifja þetta upp í langan tíma. 

Það sem stendur upp úr á mótinu er þó breytingin á samfélaginu. Við höfum leitt fólk saman og fengið það á leiki. Við viljum nú að þetta fólk komi á ensku úrvalsdeildarleiki kvennamegin. Þetta er aðeins byrjunin á ævintýrinu,“ sagði Williamson að lokum í samtali við skysports. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin