Guð minn góður sjáðu þau

Chloe Kelly fangar sigurmarki sínu í dag.
Chloe Kelly fangar sigurmarki sínu í dag. AFP

„Þetta er óraunverulegt,“ sagði Chloe Kelly eftir að hafa skorað sigurmarkið og unnið Evrópumótið í fótbolta fyrr í dag. 

Chloe Kelly kom inn á völlinn á 64. mínútu og skoraði sigurmarkið á 110. mínútu í 2:1 sigri Englands á Þýskalandi. 

Hún benti á mannfjöldann á vellinum og sagði: „Guð minn góður, sjáðu þau, þetta er ótrúlegt. Ég vil þakka hverri einustu manneskju sem styður okkur, satt að segja er þetta ótrúlegt. Þetta er það sem draumar eru gerðir úr,“ sagði Chloe Kelly en Wembley-völlurinn var stútfullur. 

„Það er ótrúlegt að vera hér og að skora sigurmarkið. Þessar stelpur er einstakar, þessi stjóri er einstakur. Þetta er ótrúlegt, mig langar bara að fagna núna,“ sagði Kelly að lokum í samtali við BBC eftir leik. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin
Loka