Hljómar vel en er svolítið sárt

Martina Voss-Tecklenburg klappar fyrir enska liðinu eftir leikinn í gær.
Martina Voss-Tecklenburg klappar fyrir enska liðinu eftir leikinn í gær. AFP

„Við skulum gera greinamun á fótbolta og tilfinningum,“ sagði Martina Voss-Tecklenburg, þjálfari þýska landsliðsins, eftir 1:2 tap gegn Englandi í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í knattspyrnu á Wembley í gær. 

„Fótboltalega séð fannst mér Englendingarnir vera betri í fyrri hálfleik, þær settu pressu á okkur og fengu góðar aukaspyrnur. Okkur vantaði hugrekki. 

Við náðum nokkrum sóknum sem var fínt. Ég hugsa til atvikisins sem gerðist þegar staðan var 0:0. Þá var augljós hendi á Englending inn í vítateig þeirra en dómarinn kíkti ekki á VAR-sjána. Það særði örlítið. 

Við vildum spila af hugrekki til að skora fyrsta markið og spila með hárri pressu. En þegar við vorum meira með boltann fengum við á okkur markið, í framlengingunni var sigurmarkið bara óheppni. Kannski hefði vítið breytt leiknum ef við hefðum fengið það.“

Svekkt Voss-Tecklenburg hrósaði enska liðinu og segir að það sé verðskuldaður meistari:

„Englendingar eru verðskuldaðir meistarar. Þær vinna af hörku og horfið á stuðninginn sem þær fengu. Ef þú skorar tvö mörk gegn Þýskalandi þá áttu skilið að vinna. Til hamingju England. 

Ég er mjög stolt af mínu liði og stuðningsmönnum okkar sem voru mjög háværir. Þetta mun hjálpa okkur í framtíðinni. Við lögðum allt í sölurnar á vellinum en það gekk ekki upp. Þetta er mjög sorglegt, ég get ekki fundið réttu orðin til að segja liðinu. Við komum hingað til að vinna leikinn en það gekk ekki upp, kannski breytist tilinningin á morgun.

Annað sæti hljómar nokkuð vel en það er svolítið sárt. Aðeins eitt lið gat unnið í dag, kannski þurfum við meiri tíma til að melta það,“ sagði Voss-Tecklenburg að lokum í samtali við skysports.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin
Loka