Úrvalslið Evrópumótsins

Fjórir Englendingar eru í úrvalsliðinu.
Fjórir Englendingar eru í úrvalsliðinu. AFP

UEFA hef­ur valið úr­valslið Evr­ópu­móts kvenna í knatt­spyrnu sem haldið var á Englandi í sum­ar. Heima­kon­ur unnu mótið með 2:1 sigri á Þýskalandi í úr­slita­leikn­um. 

Enski sókn­ar­maður­inn Beth Mead var val­in kona móts­ins, en hún skoraði sex mörk og lagði upp fjög­ur, hún er að sjálf­sögðu í liðinu. 

Í liðinu eru alls níu aðilar frá úr­slitaliðunum tveim­ur. Hinir tveir koma frá Frakklandi og Spáni. 

Hér fyr­ir neðan má sjá liðið:

Upp­still­ing: 4-3-3

Í marki: Mary Earps (Englandi)

Í vörn: Guilia Gw­inn (Þýskalandi) Leah William­son (Englandi) Mar­ina Heger­ing (Þýskalandi) Sak­ina Karchaoui (Frakklandi)

Á miðju: Keira Walsh (Englandi) Lena Ober­dorf (Þýskalandi) Ait­ana Bon­matí (Spáni) 

Í sókn: Beth Mead (Englandi) Al­ex­andra Popp (Þýskalandi) Klara Bühl (Þýskalandi)

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin