Vilhjálmur Bretaprins heimsótti enska karlalandsliðið í fótbolta áður en það ferðast til Þýskalands fyrir Evrópumótið sem hefst á föstudaginn.
England er í riðli með Danmörku, Serbíu og Slóveníu en enska liðið tapaði fyrir Íslandi, 1:0, á Wembley í síðasta undirbúningsleiknum fyrir mótið.
Vilhjálmur talaði við landsliðsmennina og gaf þeim hvatningarorð fyrir mótið.
„Stórmót eru grimm. Þau krefjast miklu meira en þið hafið nú þegar gefið af ykkur. Allir vilja sigra okkur.
Nú biðjum við ykkur um að reyna á þetta aftur. Ég hef helst tekið eftir liðsandanum. Það sem Gareth hefur innrætt í hópinn í gegnum árin, mér finnst þið vera ein samheldin eining,“ sagði Vilhjálmur meðal annars.