Beckenbauer hylltur á opnunarhátíð EM

Franz Beckenbauer eftir sigur V-Þýskalands á Argentínu í úrslitaleik heimsmeistaramótsins …
Franz Beckenbauer eftir sigur V-Þýskalands á Argentínu í úrslitaleik heimsmeistaramótsins 1990. Keisarinn var þjálfari liðsins. AFP

Þýska knattspyrnugoðsögnin Franz Beckenbauer lést í janúar síðastliðnum, 78 ára að aldri. Evrópska knattspyrnusambandið tilkynnti að Beckenbauer verði heiðraður á opnunarhátíð EM sem fram fer á föstudag.

Beckenbauer var leikmaður V-Þýskalands og vann gull á HM 1974 og EM 1972 ásamt því að vinna Gullboltann sem besti leikmaður Evrópu í tvígang, meðal annars.

Jürgen Klinsmann og Bernard Dietz munu ganga inn á völlinn með bikarinn sem keppt er um á mótinu en með í för verður ekkja Beckenbauer, Heidi. Klinsmann var fyrirliði Þýskalands á EM 1996 og Dietz fyrirliði V-Þýskalands á EM 1980.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin