Síðasta mót Southgate?

Åge Hareide og Gareth Southgate
Åge Hareide og Gareth Southgate Ljósmynd/Alex Nicodim

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, segist líklega missa starfið mistakist liðinu að vinna EM í sumar. Southgate hefur þjálfað landsliðið síðan Roy Hodgson var rekinn eftir tap gegn Íslandi á EM 2016.

„Ef við vinnum ekki verð ég sennilega ekki áfram þjálfari. Þetta er síðasta tækifærið. Ég held að helmingur landsliðsþjálfarana missi starfið eða segi upp eftir stórmót, þannig virkar landsliðsfótbolti“.

„Ég er á mínu áttunda ári og við höfum verið nálægt því að vinna en ég veit að ég get ekki endalaust óskað eftir meiri tíma, fólk mun missa trúna á þér eftir ákveðinn tíma. Ef við viljum vera topplið og ég vil vera topp þjálfari verðum við að standa okkur á stærsta sviðinu“.

Southgate stýrði Englandi alla leið í úrslitaleikinn á síðasta Evrópumóti þar sem liðið tapaði naumlega gegn Ítölum. Á HM í Katar féll England úr leik eftir tap gegn Frökkum í átta liða úrslitum.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin