Lætur skoska landsliðið heyra það

Vonsviknir Skotar eftir leik.
Vonsviknir Skotar eftir leik. AFP/Fabrice Coffrini

Graeme Souness, fyrrverandi fyrirliði skoska landsliðsins, var mjög ósáttur við Skotland eftir tap fyrir Þýskalandi, 5:1, í upphafsleik Evrópumótsins í knattspyrnu í München í kvöld. 

Þjóðverjar komust yfir á 10. mínútu og tvöfölduðu forystu sína á 19. mínútu. Skotar áttu aldrei séns eftir það. 

Souness vinnur hjá sjónvarpsstöðinni ITV í Bretlandi og dró ekkert undan. 

„Skoska landsliðið var ömurlegt í kvöld. Ég get hreinlega ekki sagt hversu gott þýska liðið er því Skotland var það lélegt. 

Ég er svo vonsvikinn, leikmennirnir voru til skammar,“ sagði Souness. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin