Þýskaland hafði betur gegn Skotlandi, 5:1, í upphafsleik Evrópumóts karla í knattspyrnu á heimavelli Bayern München í München í kvöld.
Þjóðirnar tvær eru í A-riðli ásamt Sviss og Ungverjalandi sem leika klukkan 13 á morgun.
Þýskaland er efst með þrjú stig en Skotland neðst án stiga.
Florian Wirtz kom Þjóðverjum yfir á 11. mínútu leiksins með góðu skot rétt utan teigs eftir fasta sendingu frá Joshua Kimmich, 1:0.
Angus Gunn markvörður Skotlands var í boltanum en skotið var of fast og hafnaði í netinu.
Jamal Musiala kom Þjóverjum í 2:0 á 19. mínútu leiksins. Þá fékk hann boltann eftir góðan undirbúning frá Kai Havertz og smellti honum í netið. Draumabyrjun Þjóðverja.
Clément Turpin dómari leiksins benti á punktinn á 25. mínútu þegar brotið var á Musiala. Hann var hins vegar sendur í VAR-skjáinn og breytti dómnum eftir að í ljós kom að brotið væri utan teigs.
Undir lok fyrri hálfleiksins fékk Þýskaland vítaspyrnu eftir að Turpin dómari var sendur í skjáinn.
Þar sá hann hrottalegt brot Ryan Porteous á Gündogan og benti á punktinn. Porteous fékk í kjölfarið rautt spjald.
Á punktinn steig Kai Havertz sem skoraði af öryggi, 3:0.
Fjórða mark Þjóðverja skoraði varamaðurinn Niklas Füllkrug á 68. mínútu með mögnuðu skoti í samskeytin rétt innan teigs.
Füllkrug var aftur á ferðinni á 76. mínútu þegar hann skoraði eftir sendingu frá Thomas Müller en Füllkrug var rangstæður og markið ógilt.
Skotland minnkaði muninn á 87. mínútu. Þá stangaði Antonio Rüdiger boltann klaufalega, yfir Manuel Neuer, og í eigið net, 4:1.
Emre Can kom Þjóðverjum í 5:1 undir blálok leiks með frábæru skoti utan teigs sem hafnaði í neðra fjærhorninu.
Byrjunarliðin:
Þýskaland: (4-5-1)
Mark: Manuel Neuer
Vörn: Joshua Kimmich, Antonio Rüdiger, Jonathan Tah, Maximilian Mittelstädt.
Miðju: Florian Wirtz (Leroy Sané 63.), Robert Andrich (Pascal Gross 46.), Illkay Gündoğan fyrirliði, Toni Kroos (Toni Kroos 80.), Jamal Musiala (Thomas Müller 63.)
Sókn: Kai Havertz (Niklas Füllkrug 63.)
Skotland: (3-5-2)
Mark: Angus Gunn
Vörn: Jack Henry, Ryan Porteous, Kieran Tierney (Scott McKenna 77.)
Miðju: Anthony Ralston, Callum McGregor (Billy Gilmour 67.), John McGinn (Kenny McLean 67.), Scott McTominay, Andrew Robertson fyrirliði
Sókn: Che Adams (Grant Hanley 46.), Ryan Christie (Lawrence Shankland 82.)