Tvö mörk dæmd af þegar Slóvakía skellti Belgíu

Kevin De Bruyne svekktur á svip.
Kevin De Bruyne svekktur á svip. AFP/Kirill Kudryavtsev

Slóvakía hafði betur gegn Belgíu, 1:0, í mögnuðum sigri í fyrstu umferðinni í E-riðli Evrópumóts karla í knattspyrnu í Frankfurt í Þýskalandi í dag. 

Rúmenía vann Úkraínu, 3:0, í hinum leik E-riðilsins og er á toppnum með þrjú stig líkt og Slóvakía í öðru. 

Sigurmarkið skoraði Ivan Schranz strax á sjöundu mínútu leiksins. 

Belgía mætir næst Rúmeníu á laugardaginn en Slóvakía mætir Úkraínu á föstudaginn. 

Endalaus færi

Romelu Lukaku fékk frábært færi strax á þriðju mínútu leiksins. Þá átti Jérémy Doku magnaðan sprett upp vallarhelming Slóvakíu, gaf á Kevin De Bruyne og af honum barst boltinn til Lukaku sem reyndi skot af stuttu færi en Martin Dubravka varði vel. 

Lukaku var sloppinn í gegn tveimur mínútum síðar en Dubravka sá aftur við honum. 

Ivan Schranz kom Slóvakíu óvænt yfir á 7. mínútu leiksins. Þá átti Doku hræðilega sendingu á Zeno Debast sem Scharnz komst inn í. 

Schranz kom boltanum snyrtilega á Juraj Kucka sem reyndi skot en Timothy Casteels varði. Boltinn barst síðan til Schranz sem skoraði og kom Slóvökum yfir. 

Slóvakar fagna marki Ivan Schranz.
Slóvakar fagna marki Ivan Schranz. AFP/Kirill Kudryavtsev

Dubravka missti boltann frá sér á 21. mínútu og hann barst til Leandro Trossard sem var með markið opið fyrir framan sig. 

Trossard setti boltann hins vegar yfir markið. 

Svekktur Leandro Trossard.
Svekktur Leandro Trossard. AFP/Kirill Kudryavtsev

Lukas Haraslin fékk upplagt skotfæri á 40. mínútu þegar fyrirgjöf Juraj Kucka fann hann inn í teignum. 

Haraslin reyndi viðstöðulaust skot en Casteels varði glæsilega. 

Lukaku fékk enn eitt dauðfærið á 42. mínútu eftir sendingu frá Yannick Carrasco en framherjinn missti boltann frá sér. 

Mörk dæmd af

Lukaku kom boltanum í netið á 56. mínútu þegar hann fékk boltann frá Amadou Onana og potaði honum inn.

Belgar fögnuðu markinu vel en eftir athugun í VAR-sjánni mátti sjá að Lukaku var rangstæður þegar hann fékk boltann og markið dæmt af. 

Varamaðurinn Johan Bakayoko fékk dauðafæri þegar boltinn barst til hans á 62. mínútu og markvörðurinn af línunni. Hann ætlaði að senda boltann í netið en David Hancko bjargaði á línu og lá sárþjáður eftir.

Lukaku skoraði aftur á 86. mínútu en aftur var dæmt markið af. Þá keyrði varamaðurinn Lois Openda inn á teiginn, gaf sendingu á Lukaku sem smellti honum í netið. 

Í aðdraganda marksins fékk Openda hins vegar boltann í höndina og eftir athugun í VAR-sjánni var markið dæmt af. 

Belgar reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en svo var ekki og sigur Slóvakíu var staðreynd.

Romelu Lukaku klúðar dauðafæri.
Romelu Lukaku klúðar dauðafæri. AFP/Angelos Tzortzinis
Ondrej Duda í baráttunni við Belga.
Ondrej Duda í baráttunni við Belga. AFP/Angelos Tzortzinis
Kevin De Bruyne fyrir leik.
Kevin De Bruyne fyrir leik. AFP/Kirill Kudryavtsev

Byrjunarliðin:

Belgía: (4-3-3)

Mark: Koen Casteels
Vörn: Timothy Castagne, Wout Faes, Zeno Debast, Yannick Carrasco (Dodi Lukebakio 84.)
Miðja: Orel Mangala (Johan Bakayoko 58.), Kevin De Bruyne, Amadou Onana
Sókn: Leandro Trossard (Youri Tielemans 74.), Romelu Lukaku, Jérémy Doku (Lois Openda 84.)

Slóvakía: (4-3-3)

Mark: Martin Dubravka
Vörn: Peter Pekarik, Denis Vavro, Milan Skriniar, David Hancko
Miðja: Juraj Kucka, Stanislav Lobotka, Ondrej Duda (Adam Obert 90+5)
Sókn: Ivan Schranz (David Duris 81.), Robert Bozenik (David Strelec 70.), Lukas Haraslin (Tomas Suslov 70.)

Stuðningsmenn Belgíu mættir til leiks.
Stuðningsmenn Belgíu mættir til leiks. AFP/Kirill Kudryavtsev
Romelu Lukaku klúðrar dauðafæri.
Romelu Lukaku klúðrar dauðafæri. AFP/Javier Soriano
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin