Belgískir miðlar láta landsliðið heyra það

Timothy Castagne horfir svekktur á liðsfélaga sinn Wout Faes.
Timothy Castagne horfir svekktur á liðsfélaga sinn Wout Faes. AFP/Kirill Kudryavtsev

Belgar eru allt annað en sáttir við tap landsliðsins gegn Slóvakíu, 1:0, í fyrstu umferð E-riðilsins á Evrópumóti karla í knattspyrnu í Frankfurt í Þýskalandi í dag. 

Belgía fékk nóg af færum og skoraði framherjinn Romelu Lukaku tvö mörk sem voru dæmd af. Belgíska liðið er án stiga og á eftir að mæta Rúmeníu og Úkraínu í riðlinum. 

Eftir vonbrigða-heimsmeistaramót í Katar árið 2022 vonuðust Belgar til að geta svarað því í dag. 

Hörmungarbyrjun Belga

Fréttamiðlar í Belgíu eru ósáttir við frammistöðu landsliðsins. Sporza kallar byrjunina á mótinu hörmung. 

„Belgía tapar sínum fyrsta leik á EM eftir að hafa fengið endalaust af færum, ansi svekkjandi,“ bætir miðilinn við. 

„Við vorum svo langt frá því að vinna þennan leik,“ sagði footnews þarlendis. 

„Nánast allir leikmenn voru hörmulegir,“ stendur á síðu Walfoot. 

Belgía mætir Rúmeníu næsta laugardag. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin