Markvörðurinn Andriy Lunin bað úkraínsku þjóðina afsökunar eftir frammistöðu sína í tapi fyrir Rúmeníu, 3:0, í fyrstu umferð E-riðilsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Þýskalandi í dag.
Tapið var mikið sjokk fyrir Úkraínumenn en þeir voru líklegri aðilinn fyrir leik.
Lunin hefði átt að gera betur í tveimur mörkum Rúmeníu. Eftir leik bað hann úkraínsku þjóðina afsökunar á frammistöðunni.
Lunin varði mark Real Madrid seinni helming síðasta tímabils og var lykilmaður í liði sem vann spænsku 1. deildina og Meistaradeildina.