Ryan Porteous, leikmaður Skotlands sem fékk rautt spjald í upphafsleik EM karla í knattspyrnu gegn Þýskalandi fer í tveggja leikja bann.
Porteous fór í tveggja fóta tæklingu með takkana uppi á Illkay Gundogan sem var heppinn að sleppa með öll bein heil.
Skotland tapaði leiknum 5:1 og er í erfiðum riðli með Sviss og Ungverjalandi svo líklega er mótið búið fyrir Porteous.