Knattspyrnumaðurinn John McGinn lofar að annað og betra skoskt landslið mæti til leiks gegn Sviss í annarri umferð A-riðilsins á Evrópumótinu í Þýskalandi á miðvikudaginn.
Skotland mátti þola stórt tap fyrir Þýskalandi, 5:1, í upphafsleik Evrópumótsins.
John McGinn var til viðtals hjá BBC og lofaði öðru skosku landsliði.
„Þið munuð sjá öðruvísi Skotland. Við höfum eitthvað að sanna. Við verðum að gera það fyrir stuðningsmennina og ekki síst okkur,“ sagði miðjumaðurinn.