Kylian Mbappé, stórstjarna franska landsliðsins í knattspyrnu, nefbrotnaði í leiknum við Austurríki í kvöld.
Þetta staðfesti franska knattspyrnusambandið eftir leikinn og skýrði um leið frá því að hann myndi gangast undir aðgerð í Düsseldorf vegna nefbrotsins. Hann var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl strax eftir leikinn.
Ekki hefur verið staðfest hvort Mbappé geti spilað næsta leik Frakka, sem er gegn Hollendingum á föstudagskvöldið, en hann myndi þá væntanlega leika með sérhannaða grímu til að hlífa nefinu.
Atvikið átti sér stað undir lok leiksins þegar Mbappé og varnarmaður Austurríkis rákust saman.