Sigurmark Portúgals í uppbótartíma

Portúgal sigraði Tékkland, 2:1, í seinni leik fyrstu umferðar F-riðils Evrópumóts karla í knattspyrnu í Leipzig í Þýskalandi í kvöld.

Portúgalir og Tyrkir eru því með þrjú stig hvor þjóð eftir fyrstu umferðina en Tékkar og Georgíumenn eru án stiga. 

Cristiano Ronaldo fékk fyrsta færi leiksins fyrir Portúgal þegar að hann stangaði fyrirgjöf Rafael Leao langt fram hjá. 

Portúgalinn Bruno Fernandes reyndi að finna Rafael Leao með sniðugri sendingu á 26. mínútu en Leao náði ekki að komast í boltann. 

Ronaldo slapp í gegnum vörn Tékka á 32. mínútu eftir frábæra sendingu frá Fernandes en Jindrich Stanek markvörður Tékklands varði glæsilega. 

Eftir þunga sókn Portúgala í byrjun síðari hálfleiks voru það Tékkar sem komust yfir á 62. mínútu. Lukas Provod fékk boltann frá Vladimir Coufal og skoraði með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs í stöng og inn, staðan 1:0 fyrir Tékka.

Portúgalir voru aðeins sjö mínútur að jafna metin. Á 69. mínútu skallaði Nuno Mendes á mark Tékka, Jindrich Stanek varði en boltinn fór beint í samherja hans, Robin Hranac, og þaðan í netið, 1:1.

Á 87. mínútu skoraði síðan Diogo Jota fyrir Portúgal en markið var dæmt af vegna rangstöðu Ronaldo.

En í uppbótartíma leiksins skoraði Francisco Conceicao, 2:1 fyrir Portúgal, tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður, þegar hann fylgdi á eftir af stuttu færi.

Byrjunarliðin:

Portúgal: (3-4-3)

Mark: Diogo Costa
Vörn: Rúben Dias, Pepe, Nuno Mendes (Neto 90.)
Miðja: Diogo Dalot (Goncalo Inacio 63.), Vitinha (Francisco Conceicao 90.), Bruno Fernandes, Joao Cancelo (Semedo 90.)
Sókn: Bernardo Silva, Cristiano Ronaldo, Rafael Leao (Diogo Jota 63.)

Tékkland: (3-5-2)

Mark: Jindrich Stanek
Vörn: Tomas Holes, Robin Hranac, Ladislav Krejci 
Miðja: Vladimir Coufal, Pavel Sulc (Petr Sulc 79.), Tomas Soucek, Lukas Provod (Antonin Barak 79.), David Doudera
Sókn: Jan Kuchta (Ondrej Lingr 60.), Patrik Schick (Mojmir Chytil 60.)

mbl.is
L M Stig
1 Þýskaland 3 8:2 7
2 Sviss 3 5:3 5
3 Ungverjaland 3 2:5 3
4 Skotland 3 2:7 1
L M Stig
1 Spánn 3 5:0 9
2 Ítalía 3 3:3 4
3 Króatía 3 3:6 2
4 Albanía 3 3:5 1
L M Stig
1 England 3 2:1 5
2 Danmörk 3 2:2 3
3 Slóvenía 3 2:2 3
4 Serbía 3 1:2 2
L M Stig
1 Austurríki 3 6:4 6
2 Frakkland 3 2:1 5
3 Holland 3 4:4 4
4 Pólland 3 3:6 1
L M Stig
1 Rúmenía 3 4:3 4
2 Belgía 3 2:1 4
3 Slóvakía 3 3:3 4
4 Úkranía 3 2:4 4
L M Stig
1 Portúgal 2 5:1 6
2 Tyrkland 2 3:4 3
3 Tékkland 2 2:3 1
4 Georgía 2 2:4 1
Sjá alla riðla
L M Stig
1 Þýskaland 3 8:2 7
2 Sviss 3 5:3 5
3 Ungverjaland 3 2:5 3
4 Skotland 3 2:7 1
L M Stig
1 Spánn 3 5:0 9
2 Ítalía 3 3:3 4
3 Króatía 3 3:6 2
4 Albanía 3 3:5 1
L M Stig
1 England 3 2:1 5
2 Danmörk 3 2:2 3
3 Slóvenía 3 2:2 3
4 Serbía 3 1:2 2
L M Stig
1 Austurríki 3 6:4 6
2 Frakkland 3 2:1 5
3 Holland 3 4:4 4
4 Pólland 3 3:6 1
L M Stig
1 Rúmenía 3 4:3 4
2 Belgía 3 2:1 4
3 Slóvakía 3 3:3 4
4 Úkranía 3 2:4 4
L M Stig
1 Portúgal 2 5:1 6
2 Tyrkland 2 3:4 3
3 Tékkland 2 2:3 1
4 Georgía 2 2:4 1
Sjá alla riðla