Ætlum að sýna hvað Skotar standa fyrir

Andrew Robertson er kokhraustur fyrir leiknum í kvöld.
Andrew Robertson er kokhraustur fyrir leiknum í kvöld. AFP/Fabrice Coffrini

Andrew Robertson segir að Skotland ætli að sýna í hvað liðinu býr gegn Sviss í seinni leik A-riðilsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Þýskalandi í kvöld. 

Skotum var pakkað saman, 5:1, af Þjóðverjum i upphafsleik Evrópumótsins síðasta föstudagskvöld og hefur liðið verið gagnrýnt síðan. 

Urðum hræddir

Sviss vann Ungverja, 3:1, í fyrsta leik og getur með sigri gulltryggt sig í 16-liða úrslit. 

Robertson viðurkenndi á blaðamannafundi í gær að leikurinn gegn Þýskalandi hafi verið yfirþyrmandi. 

„Tilefnið kom okkur að óvörum. Í undankeppninni vorum við fullir sjálfstrausts, fórum í hvern bolta. 

Á föstudaginn vorum við hræddir og það verður að breytast. Við viljum sýna hvað Skotar standa fyrir,“ sagði Robertson.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin