Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, þvertekur fyrir það að stuðningsmaður enska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafi sofnað á vellinum eftir sigur Englands á Serbíu, 1:0, á Evrópumótinu í Gelsenkirchen á sunnudaginn var.
Á mánudaginn fór myndskeið af stuðningsmanni nývöknuðum á heimavelli Schalke fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum.
Margir héldu að stuðningsmaðurinn hafi verið á leik Englands og Serbíu og dáið áfengisdauða á vellinum en svo var víst ekki.
Enski miðilinn SPORTbible hafði samband við UEFA vegna málsins og í yfirlýsingu frá sambandinu kom fram að stuðningsmaðurinn hafði verið á vellinum löngu áður.
„Það er augljóst að myndbandið var ekki tekið upp á Evrópumótinu eða jafnvel undanfarnar vikur vegna skorts af merkingum og auglýsingum á leikvanginum,“ sagði UEFA en myndskeiðið má sjá hér að neðan.
An England fan woke up this morning at 4am still inside the stadium, completely empty…
— Football Away Days (@FBAwayDays) June 17, 2024
🤣🤣🤣pic.twitter.com/BJSE9pt99A