Knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé tók þátt á æfingu franska landsliðsins í fótbolta fyrir leik liðsins á EM gegn Hollandi, aðeins nokkrum dögum eftir að hann nefbrotnaði í leik liðsins gegn Austurríki.
Hann þurfti ekki á aðgerð að halda eins og fyrst var óttast en franska knattspyrnusambandið tilkynnti að gríma verði útbúin fyrir hann eins og leikmenn spila oft með.
Franska knattspyrnusambandið hefur ekki gefið út hvort Mbappé spili leikinn gegn Hollandi á föstudaginn en ætlunin var að tilkynna það í dag.