Mbappé með á æfingu

Kylian Mbappé nefbrotnaði í leik Frakklands gegn Austurríki.
Kylian Mbappé nefbrotnaði í leik Frakklands gegn Austurríki. AFP/Franck Fife

Knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappé tók þátt á æfingu franska landsliðsins í fótbolta fyrir leik liðsins á EM gegn Hollandi, aðeins nokkrum dögum eftir að hann nefbrotnaði í leik liðsins gegn Austurríki.

Hann þurfti ekki á aðgerð að halda eins og fyrst var óttast en franska knattspyrnusambandið tilkynnti að gríma verði út­bú­in fyr­ir hann eins og leikmenn spila oft með.

Þorri Stefán Þorbjarnarson, leikmaður Fram, þurfti að spila með grímu …
Þorri Stefán Þorbjarnarson, leikmaður Fram, þurfti að spila með grímu á tímabilinu en hann nefbrotnaði gegn KR. Eggert Jóhannesson

Franska knattspyrnusambandið hefur ekki gefið út hvort Mbappé spili leikinn gegn Hollandi á föstudaginn en ætlunin var að tilkynna það í dag. 

Kylian Mbappe að ræða við Didier Deschamps þjálfara Frakklands á …
Kylian Mbappe að ræða við Didier Deschamps þjálfara Frakklands á æfingu. AFP/Franck Fife
Kylian Mbappé með plástur á æfingu í dag.
Kylian Mbappé með plástur á æfingu í dag. AFP/Franck Fife
Kylian Mbappé fór blóðugur af velli í leiknum gegn Austurríki.
Kylian Mbappé fór blóðugur af velli í leiknum gegn Austurríki. AFP/Ozan Kose
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin