Mikil bæting frá fyrsta leik Skotlands – Þýskaland fyrst í 16-liða úrslit

Skotland og Sviss skildu jöfn, 1:1, í 2. umferð A-riðils Evrópumóts karla í knattspyrnu í Köln í Þýskalandi eftir hörkuleik. 

Skotland er í þriðja sæti riðilsins með eitt stig en Sviss er í öðru sæti með fjögur stig. Þýskaland er komið áfram í 16-liða úrslit, fyrst liða á mótinu.

Skotlandi gekk mun betur en í 5:1 tapi liðsins gegn Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á mótinu en bæði lið fengu fín færi.

Skotland komst yfir eftir aðeins 13 mínútur en markið kom eftir skot frá Scott McTominay. Yann Sommer var nánast búinn að grípa skot McTominay þegar Fabian Schar komst inn í skotið, boltinn breytti um stefnu og Sommer átti ekki möguleika.

Upphaflega var markið skráð sem sjálfsmark Schar en síðar var það skráð á McTominay.

Fabian Schaer í þann mund að skora sjálfsmark.
Fabian Schaer í þann mund að skora sjálfsmark. AFP/Kirill Kudryavtsev

Xherdan Shaqiri skoraði jöfnunarmarkið á 26. mínútu þegar Anthony Ralston sendi glórulausa sendingu til baka sem Shaqiri komst inn í. Hann tók skotið í fyrsta sem var glæsilegt og óverjandi. 

Angus Gunn átti ekki möguleika í skotið frá Shaqiri.
Angus Gunn átti ekki möguleika í skotið frá Shaqiri. AFP/Kirill Kudryavtsev

Svisslendingar settu svo boltann í netið eftir hornspyrnu á 34. mínútu en Ndoye var fyrir innan áður en hann potaði boltanum í netið. Flaggið fór á loft og VAR skoðun staðfesti dóminn.

Seinni hálfleikur var tíðindalítill en á 58. mínútu dansaði Ndoye í hring í kringum Kieran Tierney og náði frábæru skoti en það fór rétt framhjá. Tierney meiddist eftir það og var borinn af velli.

Dan Ndoye í skoti og Tierney að grípa um lærið …
Dan Ndoye í skoti og Tierney að grípa um lærið en hann fór meiddur af velli. AFP/Kirill Kudryavtsev

Skotland var nálægt því að komast yfir á nýjan leik þegar Robertson tók frábæra aukaspyrnu sem fór á Hanley en hann skallaði boltann í slánna.

 Á 90. mínútu var Sviss nálægt því að komast yfir þegar Rieder tók aukaspyrnu sem endaði á fjær þar sem Amdouni var nálægt því að klára en skallaði í hliðarnetið.

Skotland fékk svo hörkufæri á annarri mínútu uppbótartímans þegar Robertson skallaði boltann á hættulegt svæði inni í teig Sviss en McTominay tapaði baráttunni gegn Akanji og fleiri voru færin ekki.

Byrjunarliðin:

Skotland (3-4-3): 

Mark: Angus Gunn

Vörn: Jack Hendry, Grant Hanley, Kieran Tierney (Scott McKenna 61.)

Miðja: Anthony Ralston, Scott McTominay, Billy Gilmour (Kenny McLean 79.), Andrew Robertson

Sókn:  Callum McGregor, Che Adams, John McGinn

Sviss (3-4-3):

Mark: Yann Sommer

Vörn: Fabian Schar, Manuel Akanji, Ricardo Rodriguez

Miðja: Silvan Widmer (Leonidas Stergiou 86.), Granit Xhaka, Remo Freuler (Vincent Sierro 75.), Michel Aebischer

Sókn: Xherdan Shaqiri (Breel Emboli 60.), Dan Ndoye (Zeki Amdouni 86.)
, Ruben Vargas (Fabian Rieder 75.)

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin