Morten Hjulmand jafnaði fyrir Danmörku gegn Englandi með glæsilegu skoti í leik liðanna sem nú stendur yfir á EM í fótbolta í Frankfurt í Þýskalandi.
Hann valdi góðan tíma til að skora sitt fyrsta mark fyrir danska landsliðið, í sínum níunda landsleik.
Hjulmand er 24 ára gamall varnartengiliður sem var að ljúka sínu fyrsta tímabili með Sporting Lissabon í Portúgal en hafði leikið í hálft þriðja tímabil þar á undan með Lecce á Ítalíu, síðasta tímabilið í A-deildinni.