Fyrsta markið kom gegn Englandi

Morten Hjulmand fagnar eftir að hafa neglt boltanum í stöng …
Morten Hjulmand fagnar eftir að hafa neglt boltanum í stöng og inn af 25 metra færi í leiknum gegn Englandi. AFP/Angelos Tzortzinis

Morten Hjulmand jafnaði fyrir Danmörku gegn Englandi með glæsilegu skoti í leik liðanna sem nú stendur yfir á EM í fótbolta í Frankfurt í Þýskalandi.

Hann valdi góðan tíma til að skora sitt fyrsta mark fyrir danska landsliðið, í  sínum níunda landsleik.

Hjulmand er 24 ára gamall varnartengiliður sem var að ljúka sínu fyrsta tímabili með Sporting Lissabon í Portúgal en hafði leikið í hálft þriðja tímabil þar á undan með Lecce á Ítalíu, síðasta tímabilið í A-deildinni.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin