Franski knattspyrnumaðurinn Neal Maupay, sóknarmaður Brentford á Englandi, skaut létt á enska landsliðið eftir að það gerði jafntefli við Danmörku, 1:1, í annarri umferð C-riðils Evrópumótsins í Þýskalandi í dag.
Stuðningsmenn Englands eiga það til að segja að „fótboltinn sé að koma heim“ þegar þeir eru sigurvissir fyrir stórmót.
Maupay virðist gefa lítið fyrir möguleika Englands á að standa uppi sem Evrópumeistari og birti skondið myndskeið í því skyni á X-aðgangi sínum eftir leikinn.
“It’s coming home 🏴” pic.twitter.com/Dpn8nZmLHH
— Neal Maupay (@nealmaupay_) June 20, 2024