Fjögur lið komust áfram í kvöld

Frakkar og Hollendingar eru komnir áfram eftir úrslit kvöldsins.
Frakkar og Hollendingar eru komnir áfram eftir úrslit kvöldsins. AFP

Úrslitin í leik Ítalíu og Króatíu í kvöld, jafntefli, tryggðu ekki bara Ítölum sæti í sextán liða úrslitum, heldur einnig þremur öðrum þjóðum.

Frakkland, Holland og England eru öll komin með fjögur stig í sínum riðlum en geta samt enn þá endað í þriðja sæti, hvert um sig.

Nú hafa hins vegar tvö lið lokið keppni í þriðja sæti með þrjú og tvö stig, Ungverjaland og Króatía, og þar með komast öll lið með fjögur stig áfram - nema öll liðin í hinum magnaða E-riðli endi með fjögur stig. Þá yrði liðið með lökustu markatöluna að sætta sig við botnsætið og heimferð, þrátt fyrir að vera með fjögur stig eins og efsta liðið!

16-liða úrslitin líta svona út eins og staðan er núna:

Spánn - 3ADEF
Þýskaland - 2C
Portúgal - 3ABC
2D - 2E
1E - 3ABCD
1D - 2F
1C - 3DEF
Sviss - Ítalía

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin