Margbrotinn en ekki í lífshættu

Barnabas Varga
Barnabas Varga AFP/Kirill Kudryavtsev

Barnabas Varga, sóknarmaður Ungverja, lenti í óhugnanlegu samstuði við markvörð Skota, Angus Gunn, í 1:0 sigri Ungverja í gærkvöldi. Ungverska knattspyrnusambandið segir Varga hafa hlotið heilahristing og mörg beinbrot í andliti en sé ekki í lífshættu.

Varga og Gunn lentu í harkalegum árekstri í síðari hálfleik en starfsmenn leiksins héldu uppi tjöldum svo ekki sæist í sóknarmanninn á meðan læknar og sjúkraliðar gerðu að meiðslum hans. Varga missti meðvitund og var fluttur á sjúkrahús í Stuttgart.

Ungverska knattspyrnusambandið gaf út snemma í morgun yfirlýsingu um ástand Varga og segir leikmanninn vera í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Hann mun að öllum líkindum fara í aðgerð vegna fjölda beinbrota í andliti og fékk slæman heilahristing.

Dominik Szoboszlai, leikmaður Liverpool og Ungverjalands, greip sjúkrabörur og hljóp inn á völlinn í kjölfar slyssins og hann gagnrýndi verkferla í atvikinu. „ Allur varamannabekkur okkar þrýsti á að fá börur inn á völlinn og ég þurfti að sækja þær. Þessir verkferlar eiga ekki við í atviki sem þessu“ sagði Liverpoolmaðurinn en dómari leiksins þarf að gefa merki um börur áður en sjúkraliðar mega koma inn á völlinn.

Varga er 29 ára leikmaður Ferencvaros í heimalandinu.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin