Modric með sögulegt mark - fótbolti getur verið hræðilegur

Luka Modric klappar í leikslok í kvöld en örfáum sekúndum …
Luka Modric klappar í leikslok í kvöld en örfáum sekúndum munaði að mark hans yrði sigurmark Króata og kæmi þeim í 16-liða úrslitin. AFP/Odd Andersen

Luka Modric gæti hafa leikið sinn síðasta leik með Króötum á stórmóti í fótbolta í kvöld en hann skráði sig enn einu sinni á spjöld sögunnar í leiknum.

Modric skoraði mark Króata þegar þeir gerðu jafntefli við Ítali á EM í Leipzig í kvöld, 1:1, og varð með því elsti leikmaðurinn til að skora í lokakeppni EM, 38 ára og 289 daga gamall.

Flest bendir til þess að Króatar komist ekki í 16-liða úrslitin en þeir enduðu í þriðja sæti í sínum riðli með tvö stig og markatöluna 3:6 og þurfa að treysta á að lið í tveimur öðrum riðlum endi með lakari árangur í þriðja sæti. Það er mögulegt en ekki líklegt.

„Fótboltinn getur verið hræðilegur. Við hefðum verðskuldað að vinna leikinn,“ sagði Modric, dapur í bragði, við fréttamenn eftir leikinn.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin