Danir og Slóvenar fylgja Englendingum í 16 liða úrslit

Jude Bellingham sækir að marki Slóvena í leiknum í kvöld.
Jude Bellingham sækir að marki Slóvena í leiknum í kvöld. AFP/Adrian Dennis

Englendingar og Slóvenar gerðu markalaust jafntefli í C-riðli Evrópumóts karla í knattspyrnu í kvöld. Jafnteflið dugði Englendingum til sigurs í riðlinum og dugði Slóvenum jafnframt til að komast áfram í 16-liða úrslit.

Í frekar bragðdaufum fyrri hálfleik voru Englendingar örlítið líflegri en hættulegasta færið fengu væntanlega Harry Kane og Conor Gallagher seint í hálfleiknum. Kieran Trippier átti þá algjörlega magnaða fyrirgjöf frá vinstri en tvímenningunum vantaði báðum örfáa millimetra til að ná til boltans. 

Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik en afar fátt markvert gerðist. Cole Palmer, sem kom með fínan kraft inn af bekknum, fékk mjög gott færi í uppbótartíma en Jan Oblak átti ekki í vandræðum með að verja slakt skot hans.

Í Munchen gerðu Danir og Serbar einnig markalaust jafntefli. Danir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en þeim tókst samt sem áður ekki að skapa sér mikið af alvöru færum. Christian Eriksen komst næst því að skora en Predrag Rajkovic varði skot hans utan teigs vel.

Danir byrjuðu seinni hálfleikinn betur en þegar leið á kom kraftur í Serbana sem þurftu mark til að vera ekki á heimleið. Aleksandar Mitrovic fékk besta færi Serba í seinni hálfleik en hitti ekki markið úr teignum.

Englendingar vinna því riðilinn með fimm stig en Danir og Slóvenar fylgja þeim áfram með þrjú stig hvort. Danir enda í öðru sæti en liðin eru jöfn í markahlutfalli, innbyrðisviðureignum og spjöldum. Þá er farið í undankeppnina en þar voru Danir og Slóvenar saman í riðli, með jafnmörg stig, sem flækir málið enn frekar. Slóvenar voru með betri markatölu þar en Danir enduðu ofar á innbyrðisviðureignum og enda því í öðru sæti riðilsins á lokamótinu. Serbar hins vegar eru úr leik og eru á heimleið.

Danir mæta Þjóðverjum í 16-liða úrslitum en Englendingar munu að öllum líkindum mæta Hollandi.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

EM karla C-riðill opna loka
kl. 20:54 Leik lokið Markalaust jafntefli niðurstaðan í báðum leikjum! Serbar eru úr leik en Slóvenar og Danir fylgja Englendingum áfram.
mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin