Fleygðu glösum í Southgate

Gareth Southgate, þjálfari Englands.
Gareth Southgate, þjálfari Englands. AFP/Javier Soriano

Hluti stuðningsmanna Englands kastaði tómum plastglösum í Gareth Southgate, þjálfara karlaliðsins, þegar hann þakkaði þeim fyrir stuðninginn í markalausu jafntefli gegn Slóveníu í C-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld.

Southgate gekk í átt að stuðningsmönnum og klappaði fyrir þeim en fékk á móti baul og nokkur plastglös fljúgandi í áttina að sér.

England vann C-riðilinn með því að vinna sér inn fimm stig en stuðningsmenn og sparkspekingar á Englandi hafa kvartað yfir lítt skemmtilegum leikstíl liðsins og slakri spilamennsku, sem hefur skilað sér í einungis tveimur mörkum í þremur leikjum.

Á fréttamannafundi eftir leik gerði Southgate lítið úr atvikinu, sagðist skilja gagnrýni í sinn garð og að hann myndi vinna úr henni en óskaði eftir því að stuðningsmenn styddu við bakið á leikmönnum.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin