Arnar og Hjörvar hnakkrifust í beinni útsendingu

Ralf Rangnick, þjálfari Austurríkis.
Ralf Rangnick, þjálfari Austurríkis. AFP/Lindsey Parnaby

Arnar Bergmann Gunnlaugsson og Hjörvar Hafliðason, sérfræðingar RÚV um Evrópumót karla í knattspyrnu, voru ekki beint sammála um ágæti Ralfs Rangnicks, þjálfara Austurríkis, eftir að hann stýrði liðinu til sigurs í D-riðli í gær.

Arnar hrósaði Rangnick í hástert og sagði meðal annars: „Ralf Rangnick, þvílík upprisa hjá einum manni eftir vonbrigði hjá United.“

„Hvað var hann búinn að gera áður en hann mætti þangað?“ spurði Hjörvar og hófust þá rökræður milli þeirra þar sem Arnar sagði Rangnick þekkta fyrir ákveðna tegund af fótbolta.

„Hann er svona fyrirlesari,“ bætti Hjörvar við.

„Nei núna ertu farinn að kvóta einhverja svona…“ sagði Arnar og greip Hjörvar það á lofti og sagði:

„Cristiano Ronaldo já.“

Rökræður Arnars og Hjörvars má sjá í heild sinni hér:

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin