Grét á varamannabekknum

Ronald Koeman gerði skiptingu í fyrri hálfleik.
Ronald Koeman gerði skiptingu í fyrri hálfleik. AFP/Maurice van Steen

Joey Veerman vill gleyma leik Hollands og Austurríkis sem fyrst en miðjumaðurinn var tekinn af velli í fyrri hálfleik eftir skelfilega frammistöðu. 

Veerman tapaði boltanum sextán sinnum og hitti á samherja einungis níu sinnum í nítján tilraunum á 35 mínútum og var skipt af velli fyrir Xavi Simons. Veerman var augljóslega í uppnámi þegar hann settist á varamannabekk Hollands eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Holland tapaði 3:2 en staðan var 1:0 fyrir Austurríki þegar Veerman fór af velli.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 29. JÚNÍ

Sviss
16:00
Ítalía
Þýskaland
19:00
Danmörk
Útsláttarkeppnin