Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum

Kylian Mbappé og félagar í Frakklandi fá snúið verkefni gegn …
Kylian Mbappé og félagar í Frakklandi fá snúið verkefni gegn Belgíu. AFP/Osan Koze

Riðlakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu í Þýskalandi lauk í kvöld. Þar með er fyllilega ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum, sem hefjast á laugardag.

Sviss mætir Ítalíu klukkan 16 á laugardag í Berlín og gestgjafar Þýskalands mæta Danmörku klukkan 19 sama kvöld í Dortmund.

England mætir Slóvakíu klukkan 16 á sunnudag í Gelsenkirchen og Spánn mætir svo Georgíu klukkan 19 um kvöldið í Köln.

Frakkland mætir Belgíu klukkan 16 á mánudag í Düsseldorf og Portúgal mætir Slóveníu klukkan 19 sama kvöld í Frankfurt.

16-liða úrslitunum lýkur svo með tveimur leikjum á þriðjudag. Rúmenía mætir Hollandi klukkan 16 í München. Austurríki og Tyrkland mætast svo í Leipzig um kvöldið klukkan 19.

16-liða úrslitin:

Sviss – Ítalía

Þýskaland – Danmörk

England – Slóvakía

Spánn – Georgía

Frakkland – Belgía

Portúgal – Slóvenía

Rúmenía – Holland

Austurríki - Tyrkland

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 30. JÚNÍ

Spánn
19:00
Georgía
England
16:00
Slóvakía
Útsláttarkeppnin